Bergmál - Líknar- og vinafélag :: Lög félagsins Lög félagsins

1.gr. Nafn félagsins er Bergmál.  Heimili og varnarþing er í Reykjavík

2.gr. Tilgangur félagsins er: Að hlynna að krabbameinssjúkum, blindum, öldruðum og öðrum þeim er þurfa þykir, þeir nefnast Bergmálsvinir.

3.gr. Félagi getur hver sá orðið sem stjórn samþykkir og greitt hefur árgjald eins og það er á hverjum tíma. Skal gjaldkeri halda spjaldskrá yfir félaga.

4.gr. Bergmálsvini má taka inn í félagið sem styrktarfélaga og greiða þeir þá tilskilið árgjald.  Bergmálsvinir eru kjörgengir til trúnaðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskoraðan atkvæðisrétt á þeim fundum stjórnar og nefnda sem þeir eru kjörnir til.

5.gr. Aðalfund skal halda 20. janúar ár hvert og skal timi og fundarstaður boðaður með minnst tveggja vikna fyirivara símleiðis eða með bréfi. Komi fram ósk ¼ félagsmanna um almennan félagsfund, skal stjórn boða hann innan fjögurra vikna.

6.gr. Atkvæðisrétt hafa allir er greitt hafa árgjald fyrir aðalfund.
 Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.

7.gr. Dagskrárliðir aðalfundar skulu vera:
     A. Skýrsla stjórnar.
     B. Reikningar.
     C. Árgjald ákveðið.
     D. Kosning stjórnar. Formanns og sex meðstjórnenda, er skipta með sér verkum.
         Ef fjöldi stjórnarmanna á fundi er jöfn tala fer formaður með tvö atkvæði.
     E. Kosning tveggja endurskoðenda.
     F. Lagabreytingar: Lögum þessum má breyta með einföldum meirihluta aðalfundar. 
         Lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn minnst fjórum vikum fyrir boðaðan
         aðalfund.
     G. Kosning nefnda.
     H. Önnur mál.

8. gr. Stjórn Bergmáls er heimilt að fela einstaklingum og nefndum sem hún kýs afmörkuð verkefni fyrir félagið.

9. gr. Reikningsleg endurskoðin skal framkvæmd af löglærðum endurskoðanda.

10.gr. Komi fram tillaga um að leggja félagið niður verður hún eigi tekin til greina nema hún sé studd minnst ¾ félagsmanna.  Verði félagið lagt niður skulu hugsanlegar eignir þess varðveittar í eitt ár.  En síðan ráðstafað til líknarmála.

Samþykkt á aðalfundi 20. janúar 1997.
Bergmál Líknar- og vinafélag, Fjarðarási 10 110 Reykjavík, Sími: 587 5566, Kennitala: 4902942019
.: Innskráning :.